Fréttir | 03. sep. 2016

Stoltgangan

Forseti flytur ávarp við upphaf Stoltgöngunnar. Að göngunni stóðu landssamtökin Þroskahjálp og Átak, félag fólks með þroskahömlum. Fjöldi manns gekk í góðu veðri frá Austurvelli að Norræna húsinu þar sem Fundur fólksins stóð yfir. Í ávarpi sínu minnti forseti m.a. á að árið 2007 hefðu íslensk stjórnvöld undirritað sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og lengi hefði staðið til að fullgilda hann, enda hafa flest ríki Evrópu þegar stigið það skref. Á myndinni veifar Aileen Soffía Svensdóttir, formaður Átaks, til ljósmyndara.

Efnisorð |
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar