Fréttir | 19. okt. 2016

Bókmenntaborgin Reykjavík

Eliza Reid forsetafrú tekur þátt í afmælismálþingi Bókmenntaborgar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Málþingið var haldið í tilefni þess að fimm ár eru liðin frá því borgin var útnefnd Bókmenntaborg UNESCO og var það haldið í samvinnu við Rithöfundasamband Íslands. Í ávarpi fjallaði Eliza m.a. um ímynd Íslendinga sem bókmenntaþjóðar og reynslu sína af að kynna hana fyrir erlendum bókmenntaunnendum. Mynd.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar