Fréttir | 28. nóv. 2016

Átak, félag fólks með þroskahömlun

Forseti á fund með fulltrúum Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Á fundinum var farið yfir réttindamál og það sem bæta þarf í samfélaginu. Má þar nefna aðgengi að stöðum og ekki síður að farið verði eftir þessum einkunnarorðum: „Ekkert um okkur án okkar.“ Í mestu góðsemd var forseti jafnframt minntur á orðanotkun, að tala ekki um fatlaða og þroskahamlaða heldur fólk með fötlun og fólk með þroskahömlun. Mynd.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar