Fréttir | 19. jan. 2017

Finnska þingið

Forseti tekur á móti Maria Lohela, forseta finnska þingsins, og föruneyti. Rætt var um samskipti Íslands og Finnlands, samvinnu ríkjanna á norrænum vettvangi og ekki síst sameiginleg sjónarmið í málefnum norðurslóða. Í maí taka Finnar við formennsku í Norðurslóðaráðinu og árið 2019 verður röðin komin að okkur Íslendingum. Þar að auki var rætt um væntanlega heimsókn forseta til Finnlands í sumar þegar þess verður minnst að öld verður liðin frá því að Finnar lýstu yfir sjálfstæði. Loks barst talið að vinsældum íslensks skyrs ytra og auknum flugferðum milli landanna tveggja. Í Íslandsför sinni ræðir Lohela þingforseti jafnframt við forsætisráðherra, utanríkisráðherra og forseta Alþingis.

Efnisorð |
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar