• Mynd: mbl.is
Fréttir | 15. feb. 2017

Þýðingarverðlaun

Forseti Íslands afhendir Íslensku þýðingarverðlaunin í hófi á vegum Bandalags þýðenda og túlka í Hannesarholti í Reykjavík. Fimm þýðingar sem birtust í fyrra voru tilnefndar:

  • Árni Óskarsson: Fjársjóðseyjan eftir Robert Louis Stevenson
  • Hallgrímur Helgason: Óþelló eftir William Shakespeare.
  • Olga Holownia, Áslaug Agnarsdóttir, Bragi Ólafsson, Magnús Sigurðsson og Óskar Árni Óskarsson: Neyðarútgangur eftir Ewu Lipska
  • Ófeigur Sigurðsson: Verndargripur eftir Roberto Bolaño
  • Sigurður Pálsson og Sölvi Björn Sigurðsson: Uppljómanir & Árstíð í helvíti eftir Arthur Rimbaud

Hallgrímur Helgason hlaut verðlaunin að þessu sinni fyrir þýðingu sína á Óþelló Shakespeares.

Leikritið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu um jólin, í uppfærslu Vesturportshópsins. Hallgrímur hefur áður tekið höndum saman við þann hóp; árið 2002 tók Vesturport til sýninga Rómeó og Júlíu í þýðingu hans á texta Shakespeares. Forseti afhenti Hallgrími Helgasyni Íslensku þýðingaverðlaunin og flutti þá stutt ávarp og minnti þar á mikilvægi þýðinga fyrir íslenskrar bókmenntir og menningu að fornu og nýju. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar