Fréttir | 27. feb. 2017

Jafnréttisskóli Sameinuðu þjóðanna

Forseti býður nemendum og starfsliði Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna til móttöku á Bessastöðum. Nemendur frá Malaví, Palestínu og Sómalíu fluttu ávörp fyrir hönd hópsins. Öll vöktu þau máls á brýnni þörf fyrir aukið jafnrétti í heimalöndum sínum. Í skólanum er stefnt að því að stuðla að kynjafnrétti og styrkja konur í þróunarlöndum og stríðshrjáðum ríkjum, ekki síst með rannsóknum og fræðslu.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar