Fréttir | 10. ágú. 2017

Varaforseti löggjafarþings Indónesíu

Forseti á fund með Agus Hermanto, varaforseta indónesíska þingsins, og átta öðrum þingmönnum frá Indónesíu. Fundinn sátu einnig sendiherrar landanna og ræðismaður Indónesíu á Íslandi. Á fundinum var rætt um ýmis sameiginleg hagsmunamál landanna, ekki síst nýtingu jarðvarma, en íslensk fyrirtæki hafa komið að verkefnum á því sviði í þessu fjórða fjölmennasta ríki jarðar. Einnig var rætt um ógnir öfgahyggju í íslamstrú, hryðjuverk og varnir við þeim í Indónesíu þar sem stjórnvöld leggja áherslu á friðsamlega sambúð allra, hvaða trúarbrögð sem þeir kunna að aðhyllast. Þá var fjallað um áskoranir í ferðamannageiranum auk þess sem rætt var um sjávarútveg og gagnkvæman áhuga á auknum samskiptum þjóðanna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar