Fréttir | 22. sep. 2017

Hjólaskálin

Forseti afhendir Hjólaskálina. Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi stóðu í dag að árlegu málþingi, Hjólum til framtíðar. Þar er viðurkenningargripurinn Hjólaskálin afhentur þeim sem hafa hlúð að hjólreiðum með einhverjum hætti svo eftir er tekið. Í ár varð Isavia fyrir valinu. Fyrir þremur árum setti fyrirtækið upp veglegan hjólaskála við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og hefur hann notið mikilla vinsælda meðal flugfarþega sem koma hingað með reiðhjól sem setja þarf saman í næði við komu. Þá hefur Isavia stutt starfsfólk við að hjóla til og frá vinnu, meðal annars með því að vinna að gerð hjólastígs milli flugstöðvarinnar og Reykjanesbæjar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar