• Forseti ræðir málefni fólks sem leitar hælis á Íslandi.
Fréttir | 10. apr. 2017

Alþjóðleg vernd

Forseti Íslands átti fund um stöðu og vanda þeirra sem hafa leitað alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Fundinn sátu auk forseta Jóhann Stefánsson, María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna 78, Sema Erla Serdar, formaður Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, og Toshiki Toma, prestur innflytjenda. Á fundinum var m.a. rætt um lög og reglur sem varða þá sem hér leita hælis, framlag innflytjenda í hagkerfinu, nauðsyn þess að innflytjendur verði aðstoðaðir við að láta til sín taka í samfélaginu, ekki síst með tungumálakennslu, og þá grunnreglu að landslög - m.a. hvað varðar skoðanafrelsi, uppeldisaðferðir, jafnrétti kynjanna og ástfrelsi - séu alltaf æðri trúarbrögðum, menningarvenjum og siðum þeirra sem hér vilja setjast að.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar