Fréttir | 09. jan. 2018

Ungir frumkvöðlar

Forseti flytur ávarp við kynningu á fyrirtækjaverkefni Ungra frumkvöðla á Íslandi. Reikna má með að um 600 nemendur í 13 framhaldsskólum taki þátt í átakinu sem gengur út á að nemendur stofna eigin smáfyrirtæki og öðlast reynslu í að stíga það skref og stuðla að nýsköpun og framförum í landinu. Á viðburðinum tók einnig til máls Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, auk stofnenda frumkvöðlafyrirtækjanna TagPlay og MEIRA. Upptöku af viðburðinum má horfa á hér og hefst ávarp forseta á 15:10.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar