• Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahúss Akureyrar, forseti og Jóhannes G. Bjarnason formaður Hollvina SAk.
Fréttir | 10. feb. 2018

Ferðafóstra

Forseti er viðstaddur hátíðarsamkomu á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hollvinasamtök þess afhentu þá sjúkrahúsinu ferðafóstru. Slíkt tæki er ætlað nýburum sem flytja þarf í sjúkrabílum, flugvélum eða þyrlum um lengri eða skemmri veg, kostar um 30 milljónir króna og kemur í stað eldri búnaðar sem kominn var til ára sinna. Í stuttu ávarpi þakkaði forseti hollvinasamtökunum þeirra góða starf og öðrum sem söfnuðu fé fyrir ferðafóstruna. Forseti minnti jafnframt á nauðsyn þess að stjórnvöld verðu tilhlýðilegu fé í heilbrigðiskerfið en einstaklingar, samtök og fyrirtæki sýndu stuðning sinn einnig í verki, eftir því sem efni og aðstæður leyfðu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar