Fréttir | 24. mars 2018

Íslandsglíman

Forseti situr Íslandsglímuna sem haldin er í 108. sinn í ár. Forseti afhenti Grettisbeltið sigurvegara í karlaflokki, Ásmundi H. Ásmundssyni frá UÍA og Jönu Lind Ellertsdóttur úr HSK Rósina fyrir fagra glímu (sjá nánar á vef Glímusambands Íslands). Sigurvegari í kvennaflokki, handhafi Freyjumensins, var Kristín Embla Guðjónsdóttir úr UÍA og Einar Eyþórsson í HSÞ hlaut Hjálmshornið fyrir fegurð í glímutökum. Víða á landinu á glíma undir högg að sækja, jafnvel þar sem hún naut vinsælda fyrir fáum árum og áratugum, en annars staðar dafnar þessi sögufræga íþrótt, sem reynir á margt í senn, styrk og lipurð, fimi og áræðni.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar