Fréttir | 15. feb. 2018

Litháensþing

Forseti heimsækir þjóðþing Litháa, Seimas, og á fund með forseta þess, Viktoras Prackietes. Rætt var um stuðning Íslendinga við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltslandanna 1990-1991 og þann hlýhug sem Litháar bera til íslensku þjóðarinnar. Einnig var vikið að sögu þessara tveggja smáríkja í Evrópu og ólík örlög þeirra frá fullveldis- og sjálfstæðisheimt 1918 til okkar daga. Þá var fjallað um sameiginlega hagsmuni í öryggismálum og loftslagsmálum, áhrif Brexit á hagsmuni ríkjanna, stöðu mála í Úkraínu og aðrar áskoranir á alþjóðavettvangi. Loks var rætt um mögulega samvinnu í jafnréttismálum og samstarfsverkefni sem lúta að því að bæta öryggi og velferð barna í Litháen, ekki síst með því að stuðla að aukinni þátttöku þeirra í tómstundastarfi, að íslenskri fyrirmynd.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar