Fréttir | 18. feb. 2021

Keychange verkefnið

Eliza Reid forsetafrú tekur þátt í rafrænni málstofu um kynjað tungutak. Tólf helstu stofnanir og samtök innan íslensks tónlistarlífs hafa skrifað undir skuldbindingu við fjölþjóðlega verkefnið Keychange, um að auka sýnileika kvenna og annarra kyngerva í tónlistarheiminum. Forsetafrú er sérstakur sendiherra Keychange á Íslandi, ásamt Önnu Þorvaldsdóttur tónskáldi. Verkefninu var ýtt úr vör með málstofu sem fór fram á Facebook og má nálgast upptöku af henni hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar