Fréttir | 03. ágú. 2016

Sólheimar í Grímsnesi

Forseti heimsækir Sólheima í Grímsnesi ásamt forsetafrú og kynnir sér þá margþættu starfsemi sem þar fer fram. Forseti snæddi hádegisverð með íbúum, skoðaði sýningu um Íslandsgöngu Reynis Péturs, gekk um vinnustofur og ræddi við íbúa, starfsmenn og stjórnendur Sólheima. Eftir að hafa gróðursett tré við Sólheimakirkju og hlýtt á Sólheimakórinn flutti forseti ávarp. Fréttatilkynning.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar