Fréttir | 26. ágú. 2016

Þýskir þingmenn

Forseti á fund með hópi þýskra þingmanna frá Nordrhein-Westfalen sem heimsækir Ísland ásamt föruneyti. Á fundinum var rætt um samskipti landanna sem lengi hafa verið í farsælum farvegi. Þýskaland er mikilvægt viðskiptaland Íslands, íslenskir rithöfundar hafa notið þar mikillar velgengni og fjölmargir íslenskir tónlistarmenn hafa sótt sér menntun og verkefni í Þýskalandi. Forseti rakti einnig hvernig þýskir tónlistarmenn lögðu grunn að íslenskri tónlistarmenningu á fyrri hluta síðustu aldar og þakkaði fyrir þann ríka áhuga sem þýskt fræðasamfélag hefur sýnt íslenskri menningu. Fundinn sat jafnframt fráfarandi sendiherra Íslands í Þýskalandi, Gunnar Snorri Gunnarsson. Mynd.

Efnisorð |
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar