Fréttir | 31. ágú. 2016

Geðhjálp

Forseti á fund með Hrannari Jónssyni formanni Geðhjálpar og Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur framkvæmdastjóra. Rætt var um málefni einstaklinga sem glíma við geðraskanir og geðfötlun, starfsemi Geðhjálpar á vettvangi margvíslegrar hagsmunagæslu, ráðgjafar og miðlunar fróðleiks og upplýsinga sem og nauðsyn þess að samtök og áhugahópar vinni vel saman að þessum brýna málaflokki sem varðar með beinum hætti eða óbeinum allar fjölskyldur í landinu. Mynd. 

Efnisorð |
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar