Fréttir | 02. sep. 2016

Hátíðartónleikar

Forsetahjónin sitja hátíðartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Flutt voru þau níu verk sem landsmenn völdu í netkosningu í sumar. Fram komu margir færustu listamanna þjóðarinnar, kórar lögðu sitt af mörkum og voru tónleikarnir sýndir í beinni útsendingu á RÚV. Efnisskrána má lesa og njóta hennar hér. Einnig er unnt að hlusta á alla tónleikana hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar