Fréttir | 05. sep. 2016

Börn frá Grænlandi

Forsetahjónin taka á móti  skólabörnum frá þorpum á austurströnd Grænlands. Hópurinn er staddur hér á landi við leik og nám og fær m.a. sundkennslu. Vinafélag Íslands og Grænlands, Kalak, hefur veg og vanda af dvöl þeirra en þetta framtak nýtur einnig stuðnings ýmissa fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Myndir tók Hrafn Jökulsson.

Efnisorð |
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar