Fréttir | 08. sep. 2016

Ólympíuþorpið og Ólympíugarðurinn

Forseti heimsækir Ólympíuþorpið í Ríó de Janeiro og hittir íslensku keppendurna sem þar búa, þjálfara, liðsstjóra og annað aðstoðarfólk. Jón Björn Ólafsson, fararstjóri íslenska keppnisliðsins, tók á móti forseta ásamt Sveini Áka Lúðvíkssyni, formanni Íþróttasambands fatlaðra, og Ólafi Magnússyni, framkvæmdastjóra sambandsins. Í kjölfarið fór forseti um keppnisvelli og hallir Ólympíugarðsins með forystumönnum Íþróttasambands fatlaðra og sá m.a. hjólastólakörfuboltaleik kvenna milli Brasilíu og Argentínu, blindraboltaleik kvenna milli Japans og Ísraels og hjólastólakörfuboltaleik karla milli Bandaríkjanna og Brasilíu. Myndir.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar