Fréttir | 10. sep. 2016

Forseti IPC

Forseti á fund með Sir Philip Craven, forseta IPC, Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra. Á fundinum var rætt um Paralympics leikana sem nú standa yfir í Rio de Janeiro, framlag Íþróttasambands fatlaðra á Íslandi til alþjóðlegs íþróttastarfs og framtíðarhorfur í íþróttum fatlaðra. Fundinn sátu einnig Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra, Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri sambandsins, Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ og Xavier Gonzales framkvæmdastjóri IPC. Mynd.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar