Fréttir | 14. sep. 2016

Fyrirlestur forseta við Háskólann í Leeds

Forseti flytur fyrirlestur um náttúruvíðerni Íslands í sögulegu ljósi við Háskólann í Leeds á ráðstefnu undir yfirskriftinni The Future of Wild Europe. Forseti ræddi hvernig nytjasjónarmið fyrri alda og áratuga hefðu nú vikið að hluta fyrir áhuga á að njóta náttúrufegurðar landsins í friðsæld með áherslu á ósnortna náttúru. Forseti fjallaði einnig um mismunandi sjónarmið varðandi hvernig ferðamenn geti notið hinnar ósnortnu náttúru, hvernig menn vilji skilgreina ósnortna náttúru og það að innviðir ferðaþjónustunnar á Íslandi geta nú varla talist fullnægjandi lengur vegna gríðarlegrar fjölgunar gesta síðustu árin. Fyrirlestrinum var vefvarpað og verður hann aðgengilegur um sinn á vef háskólans á slóðinni https://livestream.com/uol/eurwild. Myndir.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar