Fréttir | 21. sep. 2016

Sóknarnefnd Bessastaðasóknar

Forseti á fund með séra Jónu Hrönn Bolladóttur, séra Friðriki J. Hjartar og séra Hans Guðberg Alfreðssyni sóknarprestum í Garðasókn, Bjarti Loga Guðnasyni organista Bessastaðakirkju og stjórnanda Álftaneskórsins, Margréti Gunnarsdóttur djákna Bessastaðasóknar og sóknarnefnd Bessastaðasóknar. Fundinn sat einnig Helga Einarsdóttir kirkjuvörður Bessastaðkirkju. Á fundinum var rætt um langt og farsælt samstarf forsetaembættisins við sóknarpresta og sóknarnefnd um safnaðarstarf og helgihald í Bessastaðakirkju. Myndir.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar