Fréttir | 26. sep. 2016

Ísland og Eystrasaltsríkin

Forseti flytur ávarp á ráðstefnu sem haldin er í Norræna húsinu í tilefni af 25 ára afmæli stjórnmálatengsla við Eystrasaltsríkin. Í ávarpinu sagði forseti að þótt ástæðulaust væri að ýkja þátt Íslands í sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna árið 1991 hefði stuðningur okkar án efa skipt máli fyrir þessi ríki eins og margítrekað þakklæti þeirra bæri vott um. Myndir.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar