Fréttir | 27. sep. 2016

Sendiherra Kanada

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Kanada, frú Anne-Tamara Lorre sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Í samtali þeirra var rætt um síaukin tengsl Íslands og Kanada á mörgum sviðum. Minnst var á hina sterku taug sem finna má milli Íslands og þeirra Kanadabúa sem eru af íslensku bergi brotnir, en ekki síður um sóknarfæri milli ríkjanna tveggja í viðskiptum, ekki síst vegna aukinna flugsamgangna. Mynd.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar