Fréttir | 29. sep. 2016

Ungmennaráðstefna

Forseti flytur opnunarávarp á ráðstefnu ungmennaráða á Suðurlandi. Ungmennaráð Árborgar stendur fyrir ráðstefnunni, sem haldin er í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli, ásamt Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Í ávarpi sínu ræddi forseti um þau mörgu tækifæri sem ungmennum standa til boða í dag og þann styrk sem samfélagið í heild sinni ætti að finna í því að hlusta á raddir ungu kynslóðarinnar. Um leið minnti forseti á nauðsyn þess að unglingar sýni frumkvæði og dug og stappi stálinu í þá í eigin hópi sem þurfa kannski smá hvatningu til að láta ljós sitt skína. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar