Fréttir | 30. sep. 2016

Skátaheimsókn

Forseti tekur á móti hópi fullorðinna erlendra skáta, svonefndra Baden-Powell félaga, og íslensks fylgdarliðs þeirra með Braga Björnsson skátahöfðingja og Júlíus Aðalsteinsson, félagsmálastjóra Bandalags íslenskra skáta, í broddi fylkingar. Erlendu gestirnir eru staddir á Íslandi að kynna sér aðstæður og undirbúning vegna heimsmóts skáta, World Scout Moot, sem haldið verður hér á landi í ágúst á næsta ári. Í stuttu ávarpi minnti forseti á mikilvægi samvinnu í samfélagi manna og þau göfugu grunngildi sem einkennir allt starf skátahreyfingarinnar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar