Fréttir | 03. okt. 2016

Grunnskóli og framhaldsskóli á Patreksfirði

Forseti heimsækir Patreksskóla, grunnskólann á Patreksfirði, og ræðir við nemendur á sal. Nemendur sungu fyrir forsetahjónin sem einnig fóru í skólastofur og ræddu við nemendur. Að því loknu var haldið í útibú frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga, sem starfrækt er á Patreksfirði, og þar ræddi forseti einnig við nemendur og svaraði margvíslegum spurningum þeirra.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar