Fréttir | 07. okt. 2016

Friðarsetur

Forseti flytur ávarp við opnun Friðarseturs. Höfði, friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, tók formlega til starfa í dag og flutti forseti Íslands upphafsávarp á málþingi um friðarmál sem boðað var til af því tilefni í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Setrinu er ætlað að verða vettvangur fyrir þverfaglegt og alþjóðlegt samstarf með áherslu á hlutverk borga, smáríkja og almennra borgara í að stuðla að friði, friðarmenningu og friðarfræðslu. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu setursins, Ávarp.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar