Fréttir | 09. okt. 2016

Vísindasamstarf Kína og Íslands

Forseti á fund með Sun Shuxian, aðstoðarforstjóra Hafmálastofnunar Kína, og sendinefnd frá stofnuninni. Rætt var um samstarf milli Íslands og Kína um vísindarannsóknir á norðurslóðum og sérstaklega um rannsóknir á norðurljósum sem sinnt verður í nýju vísindasetri um rannsóknir á norðurljósum á  Kárhóli í Reykjadal. Fundinn sátu einnig sendiherra Kína á Íslandi, Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Rannís og fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri, og Egill Þór Níelsson, ritari Rannsóknarmiðstöðvar Kína og Norðurlandanna í Shanghai. Myndir.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar