Fréttir | 10. okt. 2016

Forvarnardagurinn 2016 kynntur

Forseti efnir til blaðamannafundar um Forvarnardaginn 2016 ásamt öðrum sem standa að deginum. Fundurinn var haldinn í Langholtsskóla og þar flutti forseti stutt ávarp um gildi þess fyrir ungt fólk að halda sig frá áfengi, tóbaki og fíkniefnum, til dæmis með því að finna sér íþróttir og aðrar tómstundir við hæfi. Einnig ávarpaði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fundinn og Valur Ragnarsson, forstjóri Medis, fyrir hönd lyfjafyrirtækisins Actavis sem styrkir þetta framtak. Forvarnardagurinn 2016 verður haldinn miðvikudaginn 12. október. Fréttatilkynning.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar