Fréttir | 12. okt. 2016

Göngum saman

Forseti og forsetafrú eru viðstödd þegar félagið Göngum saman veitir við athöfn í Hannesarholti í Reykjavík árlega vísindastyrki til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Frú Eliza Reid afhenti styrkþegum viðurkenningu og blómvönd. Hópur kvenna stofnaði styrktarfélagið Göngum saman árið 2007 og hefur það síðan safnað fé til vísindarannsókna á brjóstakrabbameini og stutt rannsóknir á því sviði. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins. Mynd.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar