Fréttir | 15. okt. 2016

Forsetamerki skáta

Forseti afhendir skátum Forsetamerkið. Við hátíðlega athöfn í Bessastaðakirkju sæmdi Bragi Björnsson skátahöfðingi forseta Íslands, sem er verndari skátahreyfingarinnar á Íslandi, Fosetamerkinu úr gulli. Forseti afhenti skátum, sem til þess hafa unnið, Forsetamerkið skáta. Í stuttu ávarpi minnti forseti á göfgi skátastarfsins og þau gildi samvinnu, viljastyrks, aga og ættjarðarástar sem þar eru í hávegum höfð. Myndir.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar