Fréttir | 21. okt. 2016

Sendiherra Írans

Forseti á fund með sendiherra Írans á Íslandi, Majid Nili Ahmadabadi sem lætur senn af störfum. Rætt var um samskipti ríkjanna tveggja, meðal annars möguleika í ferðamennsku og jarðhitamálum. Samtalið snerist einnig um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, hin hörðu átök í Sýrlandi og hugsanlegar leiðir til að koma á friði. Þá ræddu forseti og sendiherra um sögu Mesópótamíu til forna og þyrnum stráða sögu Miðausturlanda á síðustu öld.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar