Fréttir | 25. okt. 2016

Saga Íslands

Forseti tekur við lokabindi Sögu Íslands, hinnar miklu ritraðar Hins íslenska bókmenntafélags og Sögufélags sem hóf göngu sína þjóðhátíðarárið 1974. Jón Sigurðsson, forseti bókmenntafélagsins, afhenti forseta verkið. Í lokabindinu, hina ellefta í röðinni, er sögð saga lands og þjóðar frá lokum fyrri heimsstyrjaldar og fram yfir bankahrunið mikla 2008. Kaflahöfundar eru Jón Karl Helgason, Pétur Hrafn Árnason og Sigurður Líndal sem var forseti bókmenntafélagsins þegar söguritunin hófst á sínum tíma og er án efa sá sem mest hefur lagt af mörkum til ritraðarinnar að öðrum ólöstuðum. Mynd.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar