Fréttir | 08. nóv. 2016

Stjórnarmyndunarviðræður

Forseti á fund með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Miðvikudaginn 2. nóvember veitti forseti honum umboð til myndunar ríkisstjórnar sem nyti meirihlutastuðnings á Alþingi. Formaður Sjálfstæðisflokksins gerði forseta grein fyrir stöðu mála og þeirri fyrirætlan sinni að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir lok þessarar viku.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar