Fréttir | 10. nóv. 2016

Fríðuhús

Forseti heimsækir Fríðuhús. Alzheimersamtökin á Íslandi reka Fríðuhús og fleiri dvalarstaði af sama tagi. Þar dvelur fólk daglangt sem glímir við heilabilun, þjálfar hug og hönd og nýtur samvista við aðra. Með þessu móti tekst að vinna gegn einangrun, efla sjálfstraust og auka lífsgæði. Forseti spjallaði við gesti hússins og starfsfólk, þáði fallegar gjafir sem unnar voru innan veggja og slegið var á létta strengi. Mynd.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar