Fréttir | 14. nóv. 2016

Fjölskylduhjálp Íslands

Forseti afhendir viðurkenningu Fjölskylduhjálpar Íslands. Sjálfboðaliðar og fjölmörg fyrirtæki sem hafa lagt Fjölskylduhjálpinni lið á árinu fengu í dag viðurkenningu samtakanna. Án þessarar greiðvikni og fórnfýsi næði Fjölskylduhjálpin ekki að hjálpa eins mörgum bágstöddum í samfélaginu og raun ber vitni. Forseti og Linda Pétursdóttir, vildarvinur samtakanna og fyrrverandi verndari, afhentu viðurkenningargrip Fjölskylduhjálparinnar. Þá opnaði forseti formlega vefsíðuna Íslandsforeldri þar sem fólki gefst kostur á að styrkja starfsemi samtakanna með mánaðarlegu framlagi. Mynd.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar