Fréttir | 07. des. 2016

American-Scandinavian Foundation

Forseti á fund með hjónunum Kristjáni T. Ragnarssyni, fulltrúa Íslands í stjórn American-Scandinavian Foundation (ASF) og Hrafnhildi Ágústsdóttur. Rætt var um starf ASF og mikilvægi samtakanna, einkum á sviði lista, menningar og menntunar, og hlutverk forseta sem verndara Íslandsdeildar þeirra.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar