Fréttir | 16. des. 2016

Góðgerðardagur

Forseti flutti ávarp þegar fulltrúar nemenda Grunnskólans í Hveragerði afhentu Samtökum krabbameinssjúkra barna ríflega 800.000 krónur sem söfnuðust á góðgerðardegi skólans. Í máli sínu óskaði forseti nemendum til hamingju með árangurinn, þakkaði þeim hlýhuginn og minnti á mikilvægi samstöðu og samúðar í samfélaginu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar