Fréttir | 28. des. 2016

Viðurkenningar Verkiðnar

Forseti afhendir íslenskum keppendum og dómurum viðurkenningu fyrir þátttöku þeirra og góðan árangur á iðngreinakeppninni EuroSkills sem var haldin í Gautaborg fyrr í þessum mánuði. www.verkidn.is stóðu að hófi þar sem viðurkenningarnar voru veittar. Í ávarpi og heillaóskum til keppenda minnti forseti á mikilvægi þess að fólk veldi sér nám og starf eftir áhugasviði og þar hlytu iðngreinar að koma sterklega til álita. Auk þess vék forseti að hinni úreltu og óþörfu skiptingu náms í verknám og bóknám.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar