Fréttir | 05. jan. 2017

Norðurslóðir

Forseti á fund með Árna Þór Sigurðssyni sendiherra norðurslóða. Fjallað var um það fjölþætta starf sem sinnt er hérlendis á vettvangi norðurslóða í háskólasamfélaginu, á vegum Norðurskautsráðsins og Hringborðs norðurslóða. Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu í kjölfar formennskutíðar Finna árið 2019 og er undirbúningur þegar hafinn. Þá var rætt um fyrirhugaða ráðstefnu Rússneska landfræðifélagsins sem haldin verður í Arkhangelsk í mars næstkomandi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar