Fréttir | 11. jan. 2017

Réttindi barna

Forseti á fund með ráðgjafarhópi Umboðsmanns barna. Í hópnum eru 14 unglingar á aldrinum 13-17 ára. Rætt var um réttindi barna og unglinga og mikilvægi þess að rödd þeirra heyrist í samfélaginu, einkum þegar ákvarðanir eru teknar sem varða þau sérstaklega. Sjálfsagt ætti að vera að börn og unglingar hefðu þá áhrifavald. Einnig var rætt um hugsanlega lækkun kosningaaldurs í 16 ár og þau jákvæðu áhrif sem slík breyting hefði á möguleika einstaklinga á aldrinum 16-18 ára til að hafa áhrif á samfélagið.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar