Fréttir | 17. jan. 2017

Heilsa aldraðra

Forseti á fund með Janusi Guðlaugssyni íþróttafræðingi og lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rætt var um forvarnir og leiðir til að bæta heilsu eldri aldurshópa, ekki síst með hliðsjón af þeirri staðreynd að fjármagn til forvarnarverkefna mun skila sér í minni kostnaði við umönnun þegar til lengdar lætur. Einnig var rætt um undirbúning ráðstefnu um þessi efni sem haldin verður í Reykjavík í mars.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar