Fréttir | 20. jan. 2017

Lionshreyfingin

Norrænt samstarfsráð Lions kemur saman í Reykjavík um þessar mundir. Forseti Íslands flutti ávarp á fundi ráðsins. Í máli sínu minntist forseti á þá einingu og samhug sem Íslendingar hefðu sýnt eftir að fregnaðist af hvarfi Birnu Brjánsdóttur um síðustu helgi. Forseti þakkaði liðsmönnum Lions þeirra göfuga starf í þágu samfélagsins og óskaði þeim heilla í framtíðinni.

Efnisorð |
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar