Fréttir | 23. jan. 2017

Samúðarkveðjur

Tilkynning frá forseta Íslands: Ég hef í dag sent foreldrum Birnu Brjánsdóttur innilegar samúðarkveðjur. Orð fá ekki linað hina miklu sorg en minningin um Birnu, þessa ungu og björtu stúlku sem var tekin frá okkur í blóma lífsins, mun ætíð lifa með íslenskri þjóð.

Um leið vil ég koma á framfæri þökkum til björgunarsveitarfólks, lögreglu og annarra sem leituðu að Birnu og rannsökuðu hvarf hennar. Í samstöðu og einhug eigum við Íslendingar mikinn styrk.

Efnisorð |
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar