Fréttir | 30. jan. 2017

Flóttafólk

Hópur flóttafólks frá Sýrlandi kom í dag til Íslands. Velferðarráðuneytið, Rauði krossinn og Reykjavíkurborg hafa haft veg og vanda af undirbúningi ferðarinnar hingað, skipulagt móttöku fólksins og búið í haginn fyrir það hér á landi. Forseti og forsetafrú buðu hópnum til Bessastaða. Forseti hélt stutt ávarp sem lesa má hér. Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra og Dagur B. Eggertsson ávörpuðu hina nýju íbúa á Íslandi sömuleiðis. Frá Bessastöðum hélt fólkið til hinna nýju heimkynna sinna. Flestir munu búa í höfuðborginni en nokkrir á Akureyri. Ávarp forseta (ávarpið í enskri þýðingu). Upptaka með ávarpi forseta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar