Fréttir | 04. feb. 2017

Færeyjasöfnun

Forseti Íslands tekur á móti fulltrúum færeyskra stjórnvalda, Rauða krossins í Færeyjum og björgunarsveita. Viðstaddir voru einnig fulltrúar Landsbjargar, Rauða krossins á Íslandi og þær Rakel Sigurgeirsdóttir og Valdís Steinarsdóttir. Þær stóðu að landssöfnun fyrir Færeyinga eftir fárviðri sem geisaði á þeirra heimaslóðum um síðustu jól. Alls söfnuðust 5,8 milljónir króna sem verða nýttar til að efla starf björgunarsveita í Færeyjum. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar