Fréttir | 06. feb. 2017

Bocuse d'Or

Forseti Íslands tekur á móti Viktori Erni Andréssyni matreiðslumeistara og fylgdarliði. Viktor Örn hlaut bronsverðlaun í hinni virtu matreiðslukeppni, Bocuse d'Or, sem fram fór í Frakklandi undir lok síðasta mánaðar. 16 ár eru liðin síðan íslenskur keppandi náði eins góðum árangri; árið 2001 fékk Hákon Már Örvarsson einnig brons í þessari keppni. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar