Fréttir | 13. feb. 2017

Áfengisauglýsingar

Stjórn Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum á fund með forseta Íslands. Stjórnin lýsti áralangri baráttu sinni gegn ólöglegum áfengisauglýsingum á Íslandi. Jafnframt nefndu stjórnarliðar hve áhyggjufullir þeir væru vegna frumvarps til laga um sölu áfengis utan vínbúða ríkisins. Hvöttu þeir forseta til að beita synjunarvaldi sínu, fari svo að frumvarpið verði samþykkt á Alþingi, þannig að lög þingsins verði lögð í dóm kjósenda til staðfestingar eða synjunar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar